Yndislegir kertaljósatónleikar

0
187

Jaan Alavere og Pétur Ingólfsson sem eru eins og flestir vita, báðir tónlistarkennarar, Jaan í Stórutjarnaskóla og Pétur í Litlu-Laugaskóla. Þeir hafa þekkst lengi og starfað saman í ýmsu, s.s. Sálubót, kirkjukór og Leikhúsi. Þeir efndu til kertaljósatónleika í kvöld 13. Febrúar í Þorgeirskirkju. Efnisskráin hljóðaði uppá rómantísk lög og sálma í þeirra útsetningum. Allt voru þetta afar falleg lög, bæði innlend og erlend. Má þar nefna Ave María eftir Kaldalóns, Í bljúgri bæn sem við þekkjum við texta eftir séra Pétur Þórarinsson,  Augun þín blá og Lady fish and chips eftir Jón Múla, Fylgd eftir Sigurð Rúnar Jónsson, Draumur  eftir Jaan sjálfan og mörg fleiri.

kertum prýdd kirkjan
kertum prýdd kirkjan

 

 

 

 

 

 

 

Eins og nafnið á tónleikunum gefur til kynna var eingöngu kveikt á kertum í kirkjunni. Það var óskaplega fallegt að ganga inn í kirkjuna, setjast niður og hlýða á þessa rólegu fallegu músik, hugurinn fylltist friði og ró. Þeir skemmtu sér greinilega vel að spila saman Jaan og Pétur og voru mjög gefandi.

Þeir ætla að endurtaka tónleikana í Reykjahlíðarkirkju fimmtudagskvöl 14. Febrúar og ættu Mývetningar og aðrir, ekki að missa af þessari upplifun.

Jaan Alavere
Jaan Alavere

 

 

 

 

 

 

 

Pétur  Ingólfsson

Pétur Ingólfsson