Yfirlýsing frá sveitarstjórn Skútustaðahrepps

0
84

Yfirlýsing frá sveitarstjórn Skútustaðahrepps vegna fréttar um fráveitumál í hádegisfréttum Rúv.

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir harðlega framsetningu fréttastofu Rúv.  um fráveitumál í sveitarfélaginu, og þeirri fullyrðingu um að þau séu í ólestir. Skilja má orð formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands sem rætt er við í fréttinni  sem svo að skolpinu sé veitt beint út í Mývatn.  Slíkt er beinlínis rangt og  fjarri öllum sannleika, þó  vissulega megi allaf betur gera.

skutustadahreppur

 

Ómaklega er að Mývetningum vegið ef menn telja að þannig umgangist heimamenn sitt nærumhverfi og umhugsunarefni hver tilgangur svona fréttaflutnings er.