Vöknum !

Örn Byström skrifar

0
404

Eftir að hafa lesið góða lýsingu frá skólameistara Framhalsskólans á Laugum varð ég en sannfærðari en áður um þau tækifæri sem við eigum hér í  Þingeyjarsveit hvað varðar það sem við erum með í höndunum gagnvart sumarstarfsssemi í samvinnu við skólann annarsvegar og sveitarfélagið hinsvegar með uppbyggingu á auknu starfi á vegum íþrótta fyrir fólk á öllum aldri. Aðstaða hér á Laugum er einstök hvað varðar íþróttamannvirki, Íþróttahús ,Sundlaug, íþróttavöllur, Golfvöllur og ekki hvað síst eigum við fólk sem getur staðið undir slíkum væntingum hvað varðar þjálfarastörf og þó svo væri að bæta þyrfti við hvað það varðar þá leysum við það. Svo má ekki gleyma möguleikjunum á að ferðast um héraðið okkar.

Við gætum haldið námskeið í bogfimi undir stjórn heimamanna það hafa sveitungar sýnt í verki. Við að mínu mati eigum einn bezta frjálsíþróttaþjálfara landssins hvað varðar börn og unglinga mann með mikla reynslu og að öllu leyti góður æskulíðsuppalandi  sem hefir náð frá bærum árangri hvort sem um sjálfan sig er um að ræða eða aðra. Sundþjálfara eigum við einnig. En þó að þyrfti að leita út fyrir sveitafélagið eftir þjálfurum, þá efast ég ekki um að það skilaði sér undir stjórn góðra manna.

Ekki má heldur gleyma eldri borgurum sem þætti áræðanlega gaman að leika sér og verða ungir aftur eins og Tómas sagði “Jafnvel gamlir símastaurar verða grænir aftur”. Tækifærin hér eru ótæmandi með réttu hugarfari og kjarki til að takast á við eitthvað nýtt.

Ég skora á viðkomandi aðila að skoða tillöguna  og reyna að rífa þetta sveitarfélag upp úr þeim doða sem hér hefir ríkt undanfarin ár.

Máttur okkar er fólgin í því sem við eigum nú þegar á staðnum og það er ekki eftir neinu að bíða-Brettum upp ermarnar ráðamenn.

Aldraður öryrkji ,Einarsstöðum 23.10.2017

Örn Byström.