Vinna hafin við Vaðlaheiðargöng við Skóga

0
94

Vinna er hafin við Vaðlaheiðargöng við Skóga í Fnjóskadal þar sem eystri munni gangnanna verður. Ekki eru þó hafnar sprengingar þeim megin en Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðargangna hf., segir sprengingar austan megin hefjast í september eða október. Frá þessu er sagt á akureyrivikublad.is

Mynd tekin til austur ofan við vinnusvæðið. Mynd fengin af facebook-síðu Vaðlaheiðarganga.
Mynd tekin til austur ofan við vinnusvæðið. Mynd fengin af facebook-síðu Vaðlaheiðarganga.

 

„Þetta eru 30-40.000 rúmmetrar af lausu efni sem þarf að moka frá áður en farið er að sprengja,“ segir Valgeir og segir vinnuna aðeins á eftir áætlun svo líklega verði það ekki fyrr en í október sem sprenginar hefjist í Fnjóskadalnum. Áætlað er að borinn verði fluttur á staðinn næsta vor og þá fer allt á fullt þeim megin.

Vestan megin eru göngin nú orðin  423 metrar en lengjast ekki mikið þessa dagana þar sem unnið er að gerð neyðarútskots og snúningsútskoti og þegar því er lokið mun ganga enn betur þar sem vörubílarnir sem keyra efninu út úr göngunum þurfa þá ekki lengur að bakka út úr göngunum eða snúa við við erfiðar aðstæður.