Víkurskarðið ófært enn einu sinni

0
80

Víkurskarðið er ófært og beðið er með mokstur vegna veðurs. Mjólkurbílar frá MS á Akureyri komast því ekki til að sækja mjólk á þá bæi sem mjólk er vanalega sótt til á laugardögum, að sögn Kristjáns Gunnarssonar hjá MS á Akureyri.

Víkurskarðið um hádegisbil
Mynd af vefmyndavél vegagerðarinnar.

Mjólkurbílarnir fara af stað um leið og Víkurskarðið opnast, sem verður vonandi í dag.