Viðvörun vegna væntanlegs norðan illviðris sunnudag og mánudag, 15 og 16 september 2013

0
69

Búist er við stormi eða roki 20-28 m/s á landinu í dag, hvassast síðdegis og fram á nótt. Veðrinu fylgir mjög snarpar vindhviður víða um land, einkum suðaustanlands og á sunnanverðum Austfjörðum, yfir 40 m/s. Einnig er búist við talsverðri eða mikilli úrkomu austast á landinu. Frá þessu segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kl 9:30 í morgun.

Skjáskot úr vefmyndavél vegagerðarinnar á Mývatnsheiði
Skjáskot úr vefmyndavél vegagerðarinnar á Mývatnsheiði, á henni sést að farið er að grána svolítið á heiðinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Spáin er eftirfarandi:
Norðan og norðvestan 18-25 m/s, en 20-28 síðdegis, hvassast á Suðausturlandi og á hálendinu og víða mjög snarpar vindhviður, einkum suðaustanlands og á sunnanverðum Austfjörðum yfir 40 m/s. Talsverð eða mikil rigning austanlands, talsverð rigning eða slydda norðanlands, en slydda eða snjókoma til fjalla. Úrkomulítið sunnan- og vestanlands.
Spáð er sjókomu ofan 200-300 m, en. í kvöld kólnar heldur og við það færist snælínan um 100 til 200 metra neðar og því má búast við slyddu eða snjókomu á lálendi N-til í kvöld og nótt.
Dregur hægt úr vindi og úrkomu þegar líður á morgundaginn, fyrst vestantil.