Viðvörun frá veðurstofu – Óveður í vændum

0
132

Það geta orðið mjög skæðir vindstrengir á Norðausturlandi þar sem suðvestanáttin nær sér á strik, í kvöld og fram á mánudag, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Bú­ast má við hættu­leg­um vind­hviðum við fjöll eft­ir há­degi (jafn­vel yfir 50 m/​s þegar verst læt­ur) og engu ferðaveðri. Hættu­leg­ustu vind­hviðurn­ar verða V-lands síðdeg­is, en á N-verðu land­inu frá því seint í kvöld og fram á mánu­dags­morg­un.

Vindaspá á miðnætti í kvöld
Vindaspá á miðnætti í kvöld

Veðurspáin er svona: Geng­ur í suðaust­an 18-25 m/​s um og up­p­úr há­degi með rign­ingu, tals­verð eða mik­il úr­koma S-til á land­inu. Hiti 2 til 9 stig. Snýst í suðvest­an 20-30 und­ir kvöld, hvass­ast SV-lands í kvöld, en á N-verðu land­inu frá miðnætti og fram á morg­un. Kóln­andi í kvöld með slydduélj­um og síðar élj­um á V-helm­ingi lands­ins. Dreg­ur hægt úr vind­styrk í fyrra­málið, suðvest­an 13-18 síðdeg­is á morg­un og áfram él, en úr­komu­lítið NA-til. Hiti um eða und­ir frost­marki.