Viðurkenningar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

0
253

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin fimmtudaginn 8. október síðastliðinn. Hátíðin var að þessu sinni haldin í Þingeyjarsveit og Húsavík og tóku um 90 manns þátt í gleðinni. Að þessu sinni var ferðinni heitið um Þingeyjarsveit og til Húsavíkur og tóku heimamenn vel á móti gestunum sem voru yfir 90 frá ferðaþjónustuaðilum á öllu Norðurlandi. Að venju voru viðurkenningar veittar til fyrirtækja og einstaklinga sem hafa skarað fram úr á árinu.

Sævar Freyr Sigurðsson hjá Saga Travel.
Sævar Freyr Sigurðsson hjá Saga Travel.

Viðurkenningu fyrir Sprota ársins fékk Saga Travel. Sproti ársins er veittur eftirtektarverðri nýjung á Norðurlandi. Saga Travel á Akureyri var stofnað í október 2009 af Sævari Frey Sigurðssyni. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið brautryðjandi í framboði á skipulögðum ferðum með leiðsögn fyrir einstaklinga um Norðurland. Sem dæmi um nýjungar má nefna sælkeraferð um Eyjafjörð og miðnæturferð um Demantshringinn. Saga Travel er með höfuðstöðvar á Akureyri, starfsstöð í Mývatnssveit og stefnir að auknum umsvifum á höfuðborgarsvæðinu með opnun starfsstöðvar í Reykjavík.

 

Viðurkenningu sem fyrirtæki ársins fékk Norðursigling en þessi viðurkenning er veitt til fyrirtækis sem hefur skapað sér stöðu á markaði og hefur unnið að stöðugri uppbyggingu, vöruþróun og nýsköpun. Norðursigling á Húsavík var stofnað árið 1995 af bræðrunum Árna og Herði Sigurbjarnarsonum og var fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að bjóða upp á reglulegar hvalaskoðunarferðir. Auk hvalaskoðunar á  Norðursigling og rekur veitingastaðinn Gamla Bauk, kaffihúsið Hvalbak og Húsavíkurslipp. Norðursigling er brautryðjandi í nýtingu grænnar orku í hvalaskoðun með nýju sérhönnuðu rafkerfi sem nýtt verður í bátum fyrirtækisins.

Bergþór Erlingsson markaðsstjóri SBA hlaut viðurkenningu fyrir ötul störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Bergþór hefur til margra ára unnið mikið starf fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu og er einn af okkar duglegustu talsmönnum.Hann sat um árabil í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, um tíma sem formaður, og situr nú í fagráði flugklasans Air66N.

Hér má skoða myndir frá hátíðinni.