Verð á mjólk til bænda hækkar um 2,49 kr/l. þann 1. okt

0
121

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið samhljóða ákvörðun um að afurðastöðvaverð til bænda hækki um 2,49 kr. á lítra mjólkur, úr 80,43 kr. í 82,92 kr., þann 1. október n.k. Þá hækkar vinnslu- og dreifingakostnaður mjólkur um 2,85 kr. og samanlögð hækkun heildsöluverðs er því 5,34 kr. á hvern lítra mjólkur.

Grænfóður II

Hækkunin er til komin vegna kostnaðarhækkana á aðföngum og rekstri undanfarinna 15 mánaða, en mjólk og mjólkurafurðir voru hækkaðar síðast 1. júlí 2012, að því er kemur fram hjá nefndinni.