Vorgleði grunnskóla- og tónlistarskóladeildar Þingeyjarskóla var haldin að Ýdölum í gærkvöld og heppnaðist hún vel. Sýnd voru verkin Konan í skó, sem var í umsjón 1. bekkjar og Ævintýri Bangsímons sem var í umsjón krakkanna á miðstigi.


Nemendur miðstigs skiptu hlutverkunum á milli sín þannig að tveir nemendur fóru með hlutverk persónanna í leikverkinu. Heppnaðist það mjög vel og stóðu börnin sig öll með stakri prýði. Að lokinni sýningu var boðið upp á kaffiveitingar og síðan var dansað fram eftir kvöldi. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Vorgleðinni. (Smella á til að stækka)









