Veðurklúbburinn á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík sendi í morgun frá sér veðurspá fyrir maí. Fundarmenn voru ekki sáttir við spána fyrir apríl, enda gekk hún ekki eftir. Frá þessu er sagt á vef Vikudags á Akureyri.

„Spámenn eru á því að veður í maí verði fremur margbreytilegt, en allar líkur eru á að tíð fari að batna verulega upp úr hvítasunnu, enda kominn 20. maí og ekki seinna vænna að það fari að vora almennilega,“ segir í tilkynningu frá klúbbnum.
„Gert er ráð fyrir góðu sumri þegar það loksins kemur, segir ennfremur.