Varnir við jarðskálfta mikilvægar

0
93

Tilkynning frá sýslumanni Þingeyinga.

Jarðskjálftahrinan á Norðurlandi, sem hófst syðst í Eyjafjarðarál sl. laugardag, og fjallað hefur verið um í fréttum undanfarið hefur ekki farið framhjá íbúum Þingeyjarsýslu.  Á heimasíðu veðurstofunnar kemur fram að um siggengisskjálfta sé að ræða í Eyjafjarðarál en á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu megi búast við misgengishreyfingum. Hins vegar sé hvorki hægt að segja til um hve skjálftahrinan vari lengi né útiloka stærri skjálfta.  Ekki er heldur útilokað að hrinan hafi áhrif á spennu umhverfis misgengið en eins og kunnugt er hefur spenna verið að hlaðast þar upp frá því í Kröflueldum 1975-1984.

Svavar Pálsson sýslumaður Þingeyinga.

Að sögn Svavars Pálssonar, sýslumanns á Húsvík og yfirmanns almannavarna á svæðinu, er nú þegar farin af stað vinna við undirbúning viðbragða vegna jarðskjálftahættu á svæðinu.  Starfshópar viðbragðsaðila vinni nú að upplýsingamiðlun í héraðinu og einnig að uppfærslu neyðarvarnarskipulags við jarðskjálftavá.

Svavar tekur fram að sagan kenni Þingeyingum að rétt sé að allir hugi að nærumhverfi sínu, vinnustöðum, skólum, heimilum sínum, ættingja og nágranna. Jafnframt að fólk gæti sín útivið þar sem hætta er á grjóthruni eða sambærilegri hættu. Hins vegar sé mikilvægt að íbúar haldi ró sinni enda óvíst hvort, hvar eða hvenær von sé á jarðhræringum á svæðinu.

Íbúar á Húsavík og nærsveitum mega búast við upplýsingabæklingum sem bornir verða í hús síðari hluta vikunnar og er íbúum bent á kynna sér efni þeirra vel.

Þá er athygli íbúa vakin á myndbandi Landsbjargar, Viðbrögð við jarðskjálftum,