Vaðlaheiðargöng hálfnuð

0
80

Eftir sprengingu sl. nótt í Vaðlaheiðargöngum náði verktaki þeim áfanga að vera hálfnaður með gangagröftinn. Alls eru því lokið 3.603 metrar sem er 50% af heilarlengd. Af þessu tilefni færði verkkaupinn starfsmönnum sem koma að gerð ganganna köku. Þegar búið verður að loka fyrir vatn í stafni Eyjafjarðarmegin verður vonandi hægt að hefja gangagröft að nýju þeim megin frá. Frá þessu segir á facebooksíðu Vaðlaheiðarganga, þar sem hægt er að skoða fleiri myndir.

 

Vaðlaheiðargöng 6. feb
Horft út um göngin í Fnjóskadal. Mynd af facebooksíðu ganganna