Útsvar hækkar í 14,52%

0
101

Á 137. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldin var 12. desember sl. var tekin til seinni umræðu fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2014 og fyrir árin 2015-2017 og breytingar á gjaldskrám fyrir árið 2014.

logo ÞingeyjarsveitHelstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 eru þær að rekstrarafgangur aðalsjóðs er áætlaður upp á 6,5 m.kr. og rekstrarafgangur samstæðu, aðalsjóðs og fyrirtækja er áætlaður upp á 17, 2 m.kr. Áætlað veltufé frá rekstri er 65,3 m.kr. og áætluð upphæð til fjárfestinga er 47 m.kr.

Þriggja ára áætlunin, fyrir árin 2015-2017 gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu aðalsjóðs öll árin.
Samþykkt var á fundinum að útsvarsprósentan fyrir árið 2014 verði 14,52% með fyrirvara um að frumvarp um hækkun hámarksútsvars verði að lögum, að öðru leyti verði prósentan óbreytt eða 14,48%. Þó skal tekið fram að álagningarhlutfall tekjuskatts lækkar um samsvarandi hlutfall þannig að ekki er um heildarhækkun tekjuskatts og útsvars að ræða.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti framlagða fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2014 og þriggja ára áætlun, fyrir árin 2015-2017, samhljóða.

Sjá má fundargerðina og gjaldskrár breytingarnar hér.