Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

0
80

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga laugardaginn 27. apríl 2013 er hafin.
Skrifstofa embættisins er opin virka daga á milli kl. 9:30 – 15:00. Opið verður fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu laugardaga og sunnudaga í apríl frá kl. 12:00 – 14:00. Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, er opið frá kl. 10:00 til 14:00.

X-2013
X-2013

 

Á kjördag verður opið frá kl. 10:00 til 12:00.

 

 
Auk þess verður hægt að kjósa utan kjörfundar á eftirtöldum stöðum:

 
Skrifstofu Skútustaðahrepps, mánudaginn 22. apríl kl. 10:00 – 12:00.
Skrifstofu Þingeyjarsveitar, mánudaginn 22. apríl kl. 14:00 – 16:00.
Skrifstofu Norðurþings á Kópaskeri, þriðjudaginn 23. apríl kl. 9:30 – 10:30.
Skrifstofu Norðurþings á Raufarhöfn, þriðjudaginn 23. apríl kl. 12:00 – 13:00.
Lögreglustöðinni á Þórshöfn, þriðjudaginn 23. apríl kl. 15:00 – 16:00, en einnig samkvæmt ákvörðun lögreglumanns á vakt.

Umsóknir um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skulu hafa borist eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag.
Kjósendum er bent á nánari upplýsingar á vefslóðinni: http://www.kosning.is

27. mars 2013
Sýslumaðurinn á Húsavík