Upplýsingar vegna Unglingalandsmótsins á Egilsstöðum 3-6. ágúst

0
153

Við hjá HSÞ viljum vekja athygli ykkar á Unglingalandsmóti UMFÍ sem er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega um verslunarmannahelgina. Í ár verður mótið haldið á Egilsstöðum dagana 3.-6. ágúst þar sem er frábær aðstaða og boðið uppá skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Í ár bjóðum við börn fædd árið 2006 og fjölskyldur þeirra sérstaklega velkomin að slást með okkur í för.

Keppnisrétt hafa allir á aldrinum 11 – 18 ára en einnig eru í boði ýmis verkefni fyrir 10 ára og yngri. Mótsgjaldið er kr. 7000 en það hefur verið niðurgreitt af HSÞ undanfarin ár til að stuðla að þátttöku þingeyskra ungmenna. Í ár verður gjaldið kr. 3010.- fyrir iðkendur HSÞ sem geta þá keppt í eins mörgum greinum og þeir vilja. Keppnisgreinar í ár eru 23 talsins, sjá nánar á www.umfi.is þar sem skráning fer einnig fram. Skráningafrestur er til 30. júlí.

HSÞ verður með veislutjaldið sitt á tjaldsvæði HSÞ þar sem þátttakendur og fjölskyldur geta hist og átt góða samveru. Þar verða afhent mótsgögn og ýmsar upplýsingar sem tengjast mótinu. Í tjaldinu verður alltaf heitt á könnunni og í boði bakkelsi/ávexti og grænmeti á hlaðborði sem foreldrar eru beðnir um að leggja til. Gott er að hafa í huga að magnið sé miðað við stærð á fjölskyldu þar sem afgangar hafa verið óhóflegir undanfarin ár J Á föstudagskvöldinu fer fram skrúðganga þar sem gaman væri ef allir eru merktir HSÞ. Þeir sem ekki eiga nú þegar HSÞ bol geta fengið slíkan fyrir skrúðgönguna. Í ár hvetjum við ykkur til að koma með boli sem eru orðnir of litlir og leyfa öðrum að nýta þar sem farið er að minnka á lager í sumum stærðum J Gjöfin í ár er langerma æfingabol sem er gefin af Jarðböðunum við Mývatn, Ísfélaginu, Langanesbyggð, Landsbankanum, Dalakofanum, Ferðaþjónustunni á Narfastöðum og BJ vinnuvélum.

Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna í síma: 896-3107 eða á netfanginu hsth@hsth.is.

Unglingalandsmótsnefnd HSÞ