Upplestur á bókasafi Reykdæla

0
125

Lesið var upp úr nokkrum vel völdum og ný útkomnum bókum á bókasafni Reykdæla á fimmtudagskvöldið í Litlulaugaskóla. Gréta Ásgeirsdóttir bókavörður stóð fyrir upplestrinum líkt og undanfarin ár. Nokkur fjöldi gesta lögðu því leið sína á bókasafnið og hlustuðu á lesturinn við kertaljós.

Sigurlaug Svavarsdóttir að lesa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigurlaug Svavarsdóttir las valda kafla upp úr bókinni Afturgangan eftir Reykdælinginn Ágúst þór Ámundason frá Lautum, en Ágúst er fyrrverandi nemandi Sigurlaugar úr Litlulaugaskóla.

Sighvatur Rúnar Árnason las upp úr bókinni Málarinn eftir Ólaf Gunnarsson.

Ragna Heiðbjört Þórisdóttir las upp úr bókinni Ævisögu Ellýar Vilhjálms, eftir Margréti Blöndal.

Ingólfur Ingólfsson las upp úr bókinni um Gísla á Uppsölum, eftir Ingibjörgu Reynisdóttur, en sú bók stefnir í að verða ein mesta selda bókin fyrir þessi jól.

Jólabækurnar skoðaðar á bókasafninu.