Ungmenni til fyrirmyndar á æskulýðsmóti.

0
184

Um helgina fór fram á Reyðarfirði æskulýðsmót fyrir unglinga 13–15 ára, af norður og austurlandi. Alls sóttu um 100 ungmenni mótið. Yfirskrift mótsins var “samfélag í trú og gleði”.

Tilgangurinn með þessum mótum er fræðsla um Jesú Krist, félagsvitund og að ungmenni kynnist öðrum ungmennum sem taka þátt í æskulýðsstarfi kirkjunnar, einnig lærdómur um önnur bæjarfélög ásamt meðvitund um eigin hæfileika segir Bolli Pétur Bollason sóknarprestur sem fór á mótið með stóran hóp ungmenna, sem öll voru til fyrirmyndar.

Unnið er í hópum að undirbúningi fyrir guðsþjónustu sem er lokapunkturinn á hverju móti og taka þau þátt í ýmsum hópum að eigin vali, sem hentar áhugasviði hvers og eins s.s. tónlistarhóp og gjörningahóp

Æskulýðsfélögin í Laufásprestakalli eru þrjú, það eru Skjálfandi í Þingeyjarsveit, Þengill í Laufás- og Grenivíkursókn og Ellefu í Svalbarðssókn.

Haldin er hæfileikakeppni æskulýðsfélaga á Norður og Austurlandi, skammstafað HÆNA. Ungmennin eru hvött til að sína hæfileika sína þar.  Ingi Þór Halldórsson sem á heima í Stórutjarnaskóla lenti í þriðja sæti í HÆNU, ásamt Ágústi Mána frá Vopnafirði og Þórkötlu frá Akureyri, flott samstarf það. Þeir spiluðu á gítara og hún söng, tóku þau lagið simble man með Shinedown. Ingi Þór sagði að þau hefðu ákveðið með tveggja tíma fyrirvara að taka þátt, æfðu sig fjórum sinnum og skelltu sér svo á svið, þetta kallar maður hugrekki.

Ágúst Máni, Þórkatla og Ingi Þór.
Ágúst Máni, Þórkatla og Ingi Þór.

 

 

 

 

 

 

Önnur ungmenni sem fóru úr Þingeyjarsveit eru Eygló Björk Arnórsdóttir á Lækjavöllum, Sigtryggur Vagnsson Hriflu, Marit Alavere Melgötu 7 og Pétur Ívar Kristinsson sem á heima í Stórutjarnaskóla, einnig fór Sóley Hulda Þórhallsdóttir 17 ára úr Staðarfelli með sem leiðtogi.  Ingi Þór, Pétur Ívar og Sigtryggur voru allir í tónlistarhóp og léku í guðþjónustunni. Marit og Eygló Björk voru í gjörningahóp og fóru ásamt fleirum í  Krónuna sem er aðalverslun bæjarins með tónlistargjörnin, léku fyrir viðskiptavini til þess að auglýsa upp messuna.

Ingi Þór, Sigtryggur, Pétur Ívar, Eygló og Marit.
Ingi Þór, Sigtryggur, Pétur Ívar, Eygló og Marit.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þau Eygló, Ingi Þór og Pétur Ívar sem fréttaritari talaði við í dag, sögðust hafa skemmt sér mjög vel og mæla þau eindegið með því að unglingar nýti sér þetta frábæra tækifæri og fari á æskulýðsmót, þau sögðust kynnast öðrum unglingum, eignast vini og svo er fjör alveg fram á rauða nótt, sögðu þau og brostu.