Unglingalandsmót – þátttaka HSÞ 2013

0
179

Unglingalandsmótið var haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina og fór HSÞ með fríðan flokk barna og ungmenna. HSÞ átti 30 keppendur og fjölmarga áhangendur. Þingeyingar kepptu í frjálsum íþróttum, glímu, knattspyrnu, körfubolta, sundi, golfi, skák og fimleikum. Frá þessu er sagt á vef HSÞ. HSÞ eignaðist nokkra unglingalandsmótsmeistara.

Frá setningarathöfn mótsins
Frá setningarathöfn mótsins

Atli Barkarson 1. sæti í kúluvarpi 12 ára pilta – einnig náði hann í 3. sætið í hástökki.
Rakel Ósk Jóhannsdóttir 1. sæti í glímu 14 ára stelpna og í 1. sæti í blönduðu liði í körfubolta sem hét Keflavíkur tútturnar.
Elvar Goði Yngvason, Atli Barkarson og Magnús Aðalsteinsson í blönduðu liði í knattspyrnu sem hét Rimix junior – 1. sæti í 11-12 ára pilta.
Rúnar Þór Brynjarsson, Ágúst Þór Brynjarsson og Héðinn Mari Garðarsson í blönduðu liði í knattspyrnu sem hét OMG – 1. sæti í 13-14 ára pilta.
Laufey Lind Kristjánsdóttir í blönduðu liði í fimleikum – 1. sæti í 11-12 ára.
Laufey Lind var einnig í knattspyrnu liði sem hreppti 2. sætið í 11-12 ára flokki stelpna.
Eyrún Lilja Aradóttir í blönduðu liði í fimleikum sem hét Sindri – 1. sæti 12 ára stelpna. Eyrún varð einnig í 3. sæti í glímu 12 ára stelpna.
Jósavin Heiðmann Arason í blönduðu liði í körfubolta sem hét Boston Celtics – 1. sæti 11 ára stráka.

Atil Barkarson
Atil Barkarson

HSÞ átti þó nokkra keppendur í frjálsum íþróttum og auk Atla Barkarsonar náði Katla María Kristjánsdóttir í 3. sæti í langstökki stúlkna 11 ára og HSÞ 4×100 m boðhlaupssveit súlkna 14 ára nældi sér einnig í 3. sætið. – HSÞ átti einn keppenda í golfi, Agnar Daða Kristjánsson. Mikið rok var meðan keppni í golfi fór fram, en Agnar náði góðum árangri og lenti í 6. sæti. HSÞ átti tvo keppendur í skák og náðu þeir fínum árangri. Kristján Davíð Björnsson varð í 5. sæti og Eyþór Kári Ingólfsson varð í 7. sæti.

 

 

Rakel Ósk Jóhannsdóttir fyrir miðju.
Rakel Ósk Jóhannsdóttir fyrir miðju.

Unglingalandsmótsnefnd vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við að gera þátttöku HSÞ jafn glæsilega og skemmtilega og raun bar vitni. Foreldrar og forráðamenn fá sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag og einnig Framsýn, stéttarfélag fyrir traustan og dyggan stuðning. Unglingalandsmótið hefur sannað sig enn eina ferðina fyrir að vera eitt merkasta forvarnarverkefni sem fyrirfinnst á Íslandi þessa dagana. Höldum áfram að sameinast um að fara með börnum okkar og unglingum á unglingalandsmótin um verslunarmannahelgar – þetta er frábær fjölskyldu- og íþróttahátíð. Næsta mót verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina 2014.
F.h. unglingalandsmótsnefndar Jóhanna S. Kristjánsdóttir

Hægt er að skoða fleiri myndir hér