Undirbúningsframkvæmdir hafnar á Kárhóli

0
61

Í morgun hófust undirbúningsframkvæmdir á Kárhóli í Reykjadal með því að grafið var fyrir gámi, sem samkvæmt heimildum 641.is á að vera hlaðinn myndavélum og öðrum búnaði. Í gær var óvenju gestkvæmt á Kárhóli og voru sumir gestanna mjög langt að komnir, samkvæmt heimildum 641.is. Þessar sömu heimildir segja að umræddur myndavélagámur, sem byrjað var að grafa fyrir í morgun, sé ætlaður til þess að fylgjast með norðurljósunum og myndavélunum verði líklegast beint upp í himininn.

2009-07-03 18.04.52
Kárhóll í Reykjadal.

Gröfturinn gekk þó ekki sem skyldi því heitavatnsleiðslan sem liggur suður Reykjdal var fyrir mistök grafin í sundur og er því heitavatnslaust á bæjum sunnan við Kárhól.

Viðgerð stendur nú yfir á leiðslunni.