Und­ir­búa lög vegna Bakka

0
80

Stjórn­ar­ráðið er að leita lausna á þeim vanda­mál­um sem upp koma ef lagn­ing há­spennu­lína frá Þeistareykja­virkj­un og að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsa­vík verður bönnuð eða tefst mikið. Málið er á verksviði fleiri en eins ráðherra og hef­ur Sig­urður Ingi Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra haft for­ystu um vinn­una, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um laga­setn­ingaráformin í Morg­un­blaðinu í dag.

Framkvæmdir á Bakka
Framkvæmdir á Bakka

 

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála er með til um­fjöll­un­ar kæru Land­vernd­ar vegna út­gáfu fram­kvæmda­leyfa sveit­ar­fé­laga fyr­ir lagn­ingu há­spennu­lína Landsnets á milli Þeistareykja­virkj­un­ar og Bakka og teng­ingu við lands­kerfið. Fram­kvæmd­ir voru hafn­ar en úr­sk­urðar­nefnd­in stöðvaði þær að kröfu Land­vernd­ar á meðan fjallað er um málið.