Umsóknarfrestur í vinnuskóla Þingeyjarsveitar 2013 rennur út í dag

0
63

Skráning í vinnuskóla Þingeyjarsveitar hófst fimmtudaginn 23. maí og fer hún fram á skrifstofu sveitarfélagsins, mögulegt er að hringja skráninguna inn í síma 464-3322. Vinnuskóli Þingeyjarsveitar verður starfræktur frá 10. júní til 2. ágúst 2013. Hann er opinn öllum íbúum sveitarfélagsins, fæddum 1997-1999, frestur til að sækja um rennur út í dag, 31. maí.

logo Þingeyjarsveit

Verkefni vinnuskólans eru mjög fjölbreytt. Helstu verkefni eru hreinsun og snyrting beða og göngustíga, gróðursetning, stígagerð, tyrfing, hreinsun gatna og lóða, að ógleymdum slætti og rakstri. Einnig mun vinnuskólinn standa fyrir fræðslu og ýmsum uppákomum fyrir unglingana.

Frekari upplýsingar veitir Berglind Gunnarsdóttir Æskulyðs– og tómstundarfulltrúi Þingeyjarsveitar í síma 899-9262 /588-5888