Umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla

0
64
Miðvikudaginn 25. mars nk. er foreldrum barna í Stórutjarnaskóla og öðrum íbúum í Þingeyjarsveit boðið að koma og fræðast um umhverfis – og lýðheilsumál og vinnu nemenda þar að lútandi í skólanum.                                                        Þingið hefst kl 13:10 og stendur til u.þ.b. 15:20.
Aðalfyrirlesari verður Jónas Helgason, fyrrum menntaskólakennari, sem ræðir um eldgos og áhrif þeirra á umhverfi, loftslag og lífríki.  Þá munu nemendur m.a. kynna niðurstöður úr lýðheilsurannsókn sem lögð var fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk Stórutjarnaskóla á síðasta ári.  Loks mun fulltrúi Þingeyjarsveitar kynna nýlegar niðurstöður starfshóps um skipan sorphirðumála í sveitarfélaginu. Við þetta sama tækifæri verður Stórutjarnaskóla afhentur Grænfáninn í 3. sinn. Allir eru velkomnir og gott væri að sem flestir sæju sér fært að mæta til að hlýða á athyglisverðar upplýsingar um  mikilvæg málefni sem eiga erindi til okkar allra.                     Með góðri kveðju, Umhverfisnefnd Stórutjarnaskóla.

Grænfáninn.
Grænfáninn.