umhverfis og lýðheilsuþing í Stórutjarnaskóla.

0
141

5. Umhverfis og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla fór fram miðvikudaginn 19. febrúar. Nemendur skólans voru í fararbroddi eins og oftast áður. Ólafur Arngrímsson skólastjóri setti Þingið og kórinn söng við undirleik Jaan Alavere, lagið Myndin hennar Lísu eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur.

Kórinn syngur
Kórinn syngur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nemendur kynntu niðurstöður úr könnun sem gerð var í janúar á lestri, skjánotkun og hreyfingu nemenda, foreldra og starfmanna við skólann.

Helstu niðurstöður eru þessar, alltaf er átt við klukkustundir á viku:

Skjánotkun og er þar átt við alla skjái,

börn nota skjá 12,7 klst. og fullorðnir 11.3 klst.

Karlkynið hreyfir sig meira eða 8,1 klst. en kvenkynið 4,4 klst

Kvenkynið les meira eða 2,7 klst. en Karkynið 2,4 klst.

Allur lestur bæði v/náms og yndislestur en þó utan skólatíma:

leikskólabörn, 1. og 2. bekkur las 1,2 klst.

3. til 6. bekkur 1,3 klst.

7. til 10. bekkur 3,6 klst.

17 til 49 ára las 2,3 klst. og loks

50 til 69 ára 4,1 klst.

Nemendur fluttu þessar niðurstöður mjög vel, töluðu bæði hátt og skýrt.

Sigrún Jónsdóttir kennari, Haraldur Andri Ólafsson, Pétur Rósberg Þórisson, Unnur Olsen og Dagbjört Jónsdóttir.
Sigrún Jónsdóttir kennari, Haraldur Andri Ólafsson, Pétur Rósberg Þórisson, Unnur Olsen og Dagbjört Jónsdóttir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigrún Helgadóttir náttufræðingur og kennari flutti fyrirlestur um Sjálfbærni. Sigrún sagðist oft heyra þann misskilning að þetta væri eitthvað nýtt sem nokkrir umhverfissinnar hefðu nýlega fundið upp, en svo er alls ekki. Árið 1987  talaði Gro Harlem Brundtland f.v. Forsætisráðherra noregs um Sameiginlega framtíð okkar. Ríó ráðstefnan 1992 gaf út Dagskrá 21. Jarðarsáttmálinn um verndun jarðar, kom fram 2002 og er hann í anda Barnasáttmálans og Mannréttindasáttmálans. Allsherjarþing Sameinuðuþjóðanna ákvað árið 2002 að áratugurinn 2005 til 2014 yrði áratugur umhverfismenntunar, þ.e. að kenna okkur að lesa í náttúruna, hugsa um náttúruna og taka ekki meira frá henni en við skilum til hennar. Sigrún sýndi gestum á mjög táknrænan hátt, á hversu lítlum hluta jarðarinnar við getun búið á. Hún var með epli sem hún skar alltaf meira og meira af, og var þá að tala um að á jörðinni okkar er sjór 2/3 hlutar yfirborðsins, þar af eru svo fenjasvæði, eyðimerkur og fjöll sem við getum ekki búið á. Sigrun talaði um hringrásina sem þarf alltaf að vera í lagi. Sigrún talaði líka um hagvöxt sem gengi út á eyðslu og meiri eyðslu sem ekki er gott, betra er að vera nýtin og fara vel með. Skemmtilegt og fræðandi.

Sigrún Helgadóttir fyrirlesari
Sigrún Helgadóttir fyrirlesari

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagbjört Jónsdóttir sveitastjóri Þingeyjarsveitar flutti erindi um sorphirðumál í Þingeyjarsveit. Í dag eru gámasvæði vítt og breitt um sveitafélagið og íbúar fara sjálfir með sorpið á gámasvæðin, sem eru óvöktuð og umgengin þar er mjög slæm, og sveitafélaginu ekki til sóma. Flokkun er takmörkuð, þó eru flokkunargámar við skólana og þangað geta allir komið með flokkað sorp, sem þarf þá að vera í glærum plastpokum. Það sem ekki fer í endurvinnslu er urðað í Stekkjavík í Húnavatnssýslu, eftir að sorpbrennslunni á Húsavík var lokað í mars 2013. Endurskipulagning sorphirðu er í gangi þar sem lögð verður áhersla á frekari flokkun sorps. Sveitarstjórn hefur skipaður starfshópur til að vinna frekar að framtíðarskipulagi sorpmála í Þingeyjarsveit og skal hann kynna hugmyndir og tillögur sínar fyrir sveitarstjórn að vinnu lokinni. Í framhaldinu stefnir sveitarstjórn á samráðsfund með íbúum sveitarfélagsins um framgang málsins.

Það sem vakti sérstaka athygli fréttaritara var, að sem dæmi nefndi Dagbjört að það kostar 5 kr. pr. kg. að losa úr járnagámi á flokkunarstöð, en vegna þess að allt of oft er svo illa flokkað þ.e.a.s. það er ýmsu öðru en járni hent í gáminn, þá leggst aukakostnaður við sérstaka flokkunarvinnu upp úr gámnum sem leiðir til þess að greiða þarf hærra verð eða allt að 55 kr. pr. kg. í stað 5 kr.

Dagbjört Jónsdóttir sveitastjóri
Dagbjört Jónsdóttir sveitastjóri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kór nemenda söng svo í lokin lagið  Þetta er yndislegt líf, erlent lag við texta eftir Kristján Hreinsson. Dagbjört Jónsdóttir nemandi í 8. bekk sleit svo Þinginu, og þakkaði öllum fyrir komuna.