UMF Gaman og Alvara með Þrettándagleði

0
323

Þrettándagleði UMF Gaman og Alvöru fór fram að kvöldi 10. janúar í Ljósvetningabúð. Kveiktur var varðeldur og Björgunarsveitin var með glæsilega flugeldasýningu,  veður var kyrrt og gott.

þetta er mynd síðan í fyrra.
mynd tekin 2013.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fólk dreif að með veitingar á sameiginlegt hlaðborð, sem er alltaf mjög rausnarlegt og fjölbreytt. Ólafur Ingólfsson í Hlíð, formaður Gaman og Alvöru, taldi að um 100 manns væri í salnum, þegar hann bauð gesti velkomna. Samkoman hófst með því að gestir gengu að hlaðborði of þáðu kaffi, te eða djús.

Hlaðborðið 2013
Hlaðborðið 2013

 

 

 

 

 

 

 

Veitt var viðurkenning fyrir ,,Snyrtilegasta lögbýlið,, og var það Baldvin Kristinn Baldvinsson Torfunesi sem fékk viðurkenninguna að þessu sinni, mynd sem Friðgeir heitinn Jónsson frá Ystafelli skar út og gaf sem verðlaunagrip.

Diddi í Torfunesi, er vel að viðurkenningunni kominn.
Diddi í Torfunesi, er vel að viðurkenningunni kominn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Börn komu með smákökur til að taka þátt í smákökusamkeppni, og var það Anton Karl Kristjánsson Árlandi sem kom með bestu smákökuna.

Anton Karl með kökukeflið, svuntu og piparkökumót.
Anton Karl með kökukeflið, svuntu og piparkökumót.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan var spilað Bingó,  því stjórnuðu Ólafur og Grímur Vilhjálmsson frá Rauðá. Aðalvinninginn hlaut Hannes Haukur Sigurðsson Krossi, það var gjafabréf frá Dalakofanum, Samgönguminjasafninu, Sveitabrauði og Hársnyrtistofunni Toppurinn á Húsavík.

Hannes Haukur á þrettándagleðinni 2013
Hannes Haukur á þrettándagleðinni 2013.