UMF Efling – Konur taka við stjórninni

0
236

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Ungmennafélagsins Eflingar sem haldinn var nú í kvöld í Litlulaugaskóla í Reykjadal. Stjórnina skipa þrjár konur og mun það vera í fyrsta sinn sem stjórn Eflingar er eingöngu skipuð konum. Stjórnina skipa þær Kristrún Kristjánsdóttir, sem var kjörin formaður, Guðrún Sædís Harðardóttir er gjaldkeri og Hanna Sigrún Helgadóttir er ritari. Þess má til gamans geta að þær þrjár eru jafnöldrur og allar eru þær kennarar, tvær við Litlulaugaskóla og ein við Framhaldsskólann á Laugum.

Hanna Sigrún, Kristrún og Guðrún Sædís skipa stjórn Eflingar.
Hanna Sigrún, Kristrún og Guðrún Sædís skipa stjórn Eflingar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjárhagsstaða Eflingar er traust og mikil gróska hefur verið í leiklistinni hjá Eflingu. Bogfimin hefur blómstrað innan Eflingar frá því bogfimi-deildin var stofnsett á sl. ári og undirbúningur er hafin að því að stofna golf-deild. Ungmennafélagið Efling fagnar 110 ára afmæli á næsta ári og verður haldið upp á þau tímamót með viðeigandi hætti.

Friðrika Björk Illugadóttir var sæmd silfurmerki ÍSÍ, fyrir vel unnin störf, á ársþingi HSÞ sem haldið var í mars sl. En þar sem Friðrika átti ekki heimangengt á þingið var henni afhent starfsmerkið á aðalfundinum nú í kvöld.

Guðrún Sædís afhendir Friðriku Björk silfurmerkið.
Guðrún Sædís afhendir Friðriku Björk silfurmerkið.