641.is sérhæfir sig í fréttum úr Suður-Þingeyjarsýslu

641.is vefsíðan til gagns og gamans fyrir Þingeyinga nær og fjær. Drifkraftur hennar er áhugi og umhyggja fyrir heimabyggð okkar, Þingeyjarsýslu. Vinna við síðuna fer fram í tómstundum og reynum við eftir fremsta megni að afla áhugaverðra frétta úr Þingeyjarsýslu. Við njótum dyggrar aðstoðar heimamanna sem eru okkur óþrjótandi frétta og upplýsingaauðlindir.

Ritstjórnarstefna 641.is er eftirfarandi:

641.is hefur sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi í Þingeyjarsýslu, atvinnulífi, framkvæmdum og framförum í héraðinu. Einnig eflingu byggðar og öllu því sem gerir Þingeyjarsýslu sérstaka og jákvæða að lifa og starfa í eða heimsækja sem ferðamaður.

641.is gerir þá kröfu til sveitarstjórnarmanna á svæðinu að þeir kappkosti að gera sitt besta í störfum sínum í þágu íbúanna af heilindum og áhuga.

641.is er frjáls og óháður fréttamiðill

Eignarhald.
641.is er að 51% hlut í eigu Skákfélagsins Goðans (kt: 620110-0510) og 49% hlut í eigu Hermanns Aðalsteinssonar (kt:100868-3269)


Ritstjóri og ábyrgðarmaður 641.is er Hermann Aðalsteinsson. Lyngbrekku í Reykjadal. sími: 8213187 og 4643187
Netfang: lyngbrekku@simnet.is

 


Aðalheiður Kjartansdóttir
 húsfreyja að Staðafelli í Kinn og yfirmatráðskona í Stórutjarnaskóla, er fréttaritari fyrir 641.is. Netfang: stadarfelli@simnet.is

Um 1950 manns skoða 641.is daglega að meðaltali (Samkvæmt innbyggðu talningarkerfi síðunnar) Mesta skoðun síðunnar hingað til var dag nokkurn í nóvember 2013 þegar um rúmlega 17.000 manns fylgdust með 641.is.