
Tyrese Gibson einn af leikurum Fast 8 kvikmyndarinnar sem verið er að taka upp á ísnum á Mývatni, kom í Mývatnssveit um miðjan dag í dag og birti myndband á Instagram þar sem hann dásamar útsýnið. Myndbandið er tekið fyrir utan Hótel Laxá í Mývatnssveit.

Athygli vekur að hann kom akandi frá Reykjavík og birti hann tvö önnur videó á Instagram sem hann tók upp á leiðinni.
Annað þeirra er tekið á leið niður Bakkaselsbrekkuna á Öxnadalsheiði.
