Tilboð voru opnuð vegna ljósleiðaratengina í Þingeyjarsveit hjá Ríkiskaupum nú í vikunni. Tvö gild tilboð bárust og voru þau frá Fjarskipti hf og Tengir hf. Frá þessu segir á vef Ríkiskaupa.

Tilboð Fjarskipta hf. hljóðaði upp á kr. 204.250.000, en tilboð Tengis hf. sem var nokkuð lægra, var upp á kr. 180.340.000. Kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á kr. 322.000.000 og voru því bæði tilboðin vel undir kostnaðaráætlun.
Í athugasemdum með tilboði Fjarskipta hf segir að upphæðin innifeli framlag Þingeyjarsveitar ásamt úthlutuðum styrki Fjarksiptasjóð og tengigjaldi notenda. Engar slíkar athugasemdir fylgdu með í tilboði Tengis hf.
Næsti fundur í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar verður á fimmtudag í næstu viku og gera má ráð fyrir að afstaða verði tekin til tilboðanna á þeim fundi.