Tveir listar bárust kjörstjórn í Skútustaðahreppi

Halldór Þorlákur Sigurðsson efstur á N-listanum

0
862

Tveir framboðslistar bárust kjörstjórn Skútustaðahrepps fyrir lok framboðsfrests í dag. Kjörstjórn yfirfór og samþykkti báða listana. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum barst einn listi og var því sjálfkjörið þá, en í ár fá Mývetningar að kjósa á milli tveggja lista.

H-listinn hafði skilað inn lista til kjörstjórnar fyrir nokkru síðan en N-listinn skilaði inn framboði áður en framlengdur framboðsfrestur rann út á hádegi í dag.

Halldór Þorlákur Sigurðsson Kálfaströnd skipar fyrsta sætið á N-listanum, Sigurbjörn Reynir Björgvinsson Reykjahlíð skipar annað sætið og Jóhanna Njálsdóttir Garði 2 það þriðja.

H-listi fær úthlutað listabókstafnum H

Helgi Héðinsson Geiteyjarströnd 1 Framkvæmdastjóri
Elísabet Sigurðardóttir Reykjahlíð 4 Starfsmaður í ferðaþjónustu
Sigurður Böðvarsson Gautlöndum 1 Bóndi
Dagbjört Bjarnadóttir Vagnbrekku Hjúkrunarfræðingur
Friðrik K. Jakobsson Álftagerði Bóndi
Alma Dröfn Benediktsdóttir Skútahrauni 17 Hárgreiðslukona
Arnþrúður Dagsdóttir Garði 1 Kennari
Anton Freyr Birgisson Skútahrauni 2a Leiðsögumaður
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir Gautlöndum 1 Starfsmaður í ferðaþjónustu
Aðalheiður B. Halldórsdóttir Klappahraun 4d Markaðsstjóri

 

N-listinn fær úthlutað listabókstafnum N:

Halldór Þorlákur Sigurðsson Kálfaströnd Bóndi
Sigurbjörn Reynir Björgvinsson Birkihraun 7 Vaktstjóri
Jóhanna Njálsdóttir Garður 2 Bókari
Ólöf Þórelfur Hallgrímsdóttir Hraunberg Bóndi
Hildur Ásta Þórhallsdóttir Björk Námsmaður
Sylvía Ósk Sigurðardóttir Lynghrauni 3 Leiðbeinandi í leikskóla
Pálmi John Price Þórarinsson Birkihraun 11 Baðvörður
Sólveig Erla Hinriksdóttir Stekkholti Skrifstofumaður/bóndi
Sigurður Ásgeirsson Garður 3 Flugstjóri
Hólmfríður Ásdís Illugadóttir Helluhraun 13 Húsmóðir

 

7. maí 2018
Kjörstjórn Skútustaðahrepps,
Edda Stefánsdóttir
Elín Steingrímsdóttir
Þorlákur Páll Jónsson