Tryggvi Snær stigahæstur í tapi gegn Belgum

0
266

Tryggvi Snær Hlinason skoraði 17 stig, tók 7 fráköst og varði 2 skot í stóru tapi Íslands 62-90 gegn Belgíu í undankeppni EuroBasket 2021 í Belgíu í dag. Tryggvi Snær spilaði í 30 mínútur í leiknum og var stigahæstur leikmanna Íslands. Frá þessu segir á karfan.is 

Ljóst var fyrir leikinn í dag að Belgía hafði þegar unnið riðilinn og þar með komist beint í undankeppni EuroBasket 2021. Ísland þarf hinsvegar að leika heima og heiman gegn bæði Sviss og Portúgal næsta sumar til þess að skera úr um hvort það fari í undankeppnina.