Tryggvi Snær með stórleik fyrir Þór

0
324

Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason skoraði 20 stig og tók 14 fráköst þegar Þór á Akureyri var hársbreidd frá því að slá Íslandsmeistara KR út úr sextán liða úrslitum Poweradebikars karla í körfubolta í gærkvöld.

Tryggvi Snær Hlinason treður með stæl í leiknum í gær. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Tryggvi Snær Hlinason treður með stæl í leiknum í gær. Mynd: Skapti Hallgrímsson

 

 

Lokamínúturnar voru hreint út sagt rafmagnaðar og æsispennandi og eins og einn áhorfandi sagði í leikslok ,,Svona spenna er ekki fyrir viðkvæma“. En lukkan var með meisturunum sem fögnuðu þriggja stiga sigri 84-87, segir á vef Þórs á Akureyri. ,þar sem sjá má nánari frásögn af leiknum og myndir.

 

 

 

 

 

Uppfært kl 22:30.

Brot af því besta úr leiknum. Tryggvi Snær (númer 15) gegn KR