Tryggvi Snær með flotta frammistöðu í Evrópudeildinni í gærkvöld

0
426

Tryggvi Snær Hlinason skoraði sjö stig, tók fimm fráköst, þarf af fjögur sóknarfráköst og varði eitt skot í mikilvægum sigri Valencia á Khimki Moscow 85-83 í Evrópukeppninni í gærkvöld. Tryggvi spilaði í 11 mínútur fyrir Valencia og var virkilega góður. Með þessari flottu frammistöðu varð Tryggvi fjórði framlagshæsti leikmaður Valencia í leiknum með 11 framlagsstig. Frá þessu segir á karfan.is

Valencia er í 13. sæti í Evrópudeildinni eftir 20 umferðir. Liðið hefur unnið fjóra af síðustu sex leikjum eftir að hafa tapað 10 leikjum í röð þar á undan. Liðið mætir botnliði Andalou Efes í næstu umferð.

Þess má geta að á vef SportTV er hægt að fylgjast með beinum útsendingum frá Evrópudeildinni i körfubolta og einnig frá leikjum blakliðs Völsungs, svo að eitthvað sé nefnt.