Tryggvi Snær maður leiks­ins í Meist­ara­deild­inni í gærkvöld

0
358

Tryggvi Snær Hlina­son var besti maður Spænska liðsins Zaragoza þegar liðið vann sterk­an 80:73-heima­sig­ur á Besiktas frá Tyrklandi í Meist­ara­deild Evr­ópu í körfu­bolta í gærkvöld. Tryggvi hef­ur vaxið mjög vel inn í lið Zaragoza eft­ir því sem liðið hef­ur á leiktíðina og er miðherj­inn stóri og stæðilegi orðinn mik­il­væg­ur hlekk­ur hjá spænska liðinu. Frá þessu segir á mbl.is

Þar segir einnig að Tryggvi skoraði ell­efu stig í leiknum, tók átta frá­köst, gaf tvær stoðsend­ing­ar og varði fjög­ur skot. Var hann alls með 21 fram­lagspunkt, meira en nokk­ur ann­ar á vell­in­um.

Gengi spænska liðsins á leiktíðinni hef­ur komið á óvart. Zaragoza er í þriðja sæti D-riðils í Meist­ara­deild­inni með fimm sigra og fjög­ur töp. Á liðið góða mögu­leika á að fara áfram úr riðli sín­um. Þá er liðið óvænt í þriðja sæti deild­ar­inn­ar með jafn­mörg stig og stórlið Barcelona og aðeins tveim­ur á eft­ir Real Madríd.

Hér fyrir neðan má sjá hápunkta leiksins.