Tryggvi Snær Hlinason var besti maður Spænska liðsins Zaragoza þegar liðið vann sterkan 80:73-heimasigur á Besiktas frá Tyrklandi í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í gærkvöld. Tryggvi hefur vaxið mjög vel inn í lið Zaragoza eftir því sem liðið hefur á leiktíðina og er miðherjinn stóri og stæðilegi orðinn mikilvægur hlekkur hjá spænska liðinu. Frá þessu segir á mbl.is
Þar segir einnig að Tryggvi skoraði ellefu stig í leiknum, tók átta fráköst, gaf tvær stoðsendingar og varði fjögur skot. Var hann alls með 21 framlagspunkt, meira en nokkur annar á vellinum.
Gengi spænska liðsins á leiktíðinni hefur komið á óvart. Zaragoza er í þriðja sæti D-riðils í Meistaradeildinni með fimm sigra og fjögur töp. Á liðið góða möguleika á að fara áfram úr riðli sínum. Þá er liðið óvænt í þriðja sæti deildarinnar með jafnmörg stig og stórlið Barcelona og aðeins tveimur á eftir Real Madríd.
Hér fyrir neðan má sjá hápunkta leiksins.