Tryggvi Snær Hlinason hyggst gefa kost á sér í nýliðaval NBA

Líklegur inn í 2. umferð að mati ESPN

0
243

Íþróttafréttamiðilinn ESPN greindi frá því í dag að miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hyggist gefa kost á sér í nýliðaval NBA deildarinnar sem fram fer í júní.

ESPN telur líklegt að Tryggvi verði valinn í 2. umferð valsins, enda er hann að mati miðilsins einn af 100 efnilegustu nýliðunum í körfuboltanum í dag.

Íslenski miðilinn Karfan.is hefur eftir Tryggva að þessar fregnir séu á rökum reistar.