Tryggvi Snær Hlinason er maður ársins 2017

0
485

Tryggvi Snær Hlinason er maður ársins 2017 að mati ritstjóra 641.is. Bárðdælingurinn stóri hefur slegið í gegn í körfubolta þrátt fyrir að hafa ekki æft körfubolta nema í rétt rúm 4 ár. Tryggvi er sá einstaklingur sem mest hefur verið fjallað um á 641.is á árinu og er þess vegna sjálfkjörinn sem maður árins.

Hér fyrir neðan má kynna sér hans helst afrek á árinu 2017 sem vefurinn Karfan.is tók saman.

Eftir að hafa gert góða hluti með liði Þórs Akureyri í Dominos deildinni eyddi Tryggvi sumrinu, fyrst með U20 ára liði Íslands í A deild Evrópumótsins þar sem liðið komst í 8 liða úrslit og var hann framlagshæsti leikmaður mótsins sem og valinn í úrvalslið. Sá árangur liðsins frábær, en þeir munu aftur leika í A deildinni næsta sumar.

Seinni hluta sumars eyddi hann svo með A landsliðinu sem undirbjó sig fyrir og lék á EuroBasket 2017 í Finnlandi.

Á nýju tímabili hóf hann svo leik með Valencia í Euroleague og í spænsku ACB deildinni. Allt þetta var fyrir utan að vart hefur liðið sá mánuður sem blaðamenn vestan hafs hafa ekki spáð honum sæti í NBA deildinnií nýliðavali næsta vors.