Tryggvi Snær byrjar vel í Evrópudeildinn í körfubolta – Myndband

0
243

Tryggvi Snær Hlinason hefur byrjað mjög vel með spænska liðinu Zaragoza í Evrópudeildinni í körufbolta í vetur. Tryggvi Snær og félagar unnu mikilvægan heimasigur 70-69 á Falco Szombathely frá Ungverjalandi í gær. Tryggvi átti mjög góðan leik og skoraði 12 stig á þeim 15 mín sem hann spilaði í leiknum.

Zaragoza hefur nú spilað þrjá leiki í Evrópudeildinni og unnið tvo þeirra og er sem stendur í 3. sæti D-riðils Evrópudeildarinnar, en 8 lið eru í hverjum riðli.

Heima á Spáni gengur liði Zaragoza einnig vel og er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 5 sigra og eitt tap. Real Madrid er efst með 6 sigra.

Hér fyrir neðan má sjá helstu atriði úr leiknum í gær. Tryggvi Snær spilar í treyju númer 32 og sjá má nokkrar troðslur frá Tryggva í myndbandinu.