Tryggvi og Sandra eru íþróttafólk Akureyrar árið 2017

0
205

Körfuknattleiksmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason og fótboltakonan Sandra Stephany Mayor eru íþróttafólk Akureyrarbæjar árið 2017. Úrslitin voru tilkynnt við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í gær.

Tryggvi Snær var lykilmaður í úrvalsdeildarliði Þórs í körfubolta sem endaði í 8. sæti Dominos deildarinnar síðastiliðið vor. Hann tók þátt í landsliðsverkefnum bæði með A-landsliði Íslands og U20 ára landsliðinu. Með U20 ára landsliðinu keppti hann í A-deild á Evrópumótinu og var valinn í 5-liða úrvalslið keppninnar og var framlagahæstur allra leikmanna. Tryggvi hóf svo atvinnumannaferil sinn í haust með liði Valencia á Spáni en Valencia eru ríkjandi Spánarmeistarar.

Sandra Stephany Mayor var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Þór/KA árið 2017. Hún var valinn besti leikmaður Pepsi deildar kvenna. Hún skoraði 19 mörk í 18 leikjum með liðinu og var markahæsti leikmaður deildarinnar. Sandra er einnig lykilmaður í Mexíkóska landsliðinu.

Lesa nánar hér.