Tryggvi æfði hjá Denver Nuggets – Viðtal (uppfært)

0
194

Tryggvi Snær Hlinason æfði hjá NBA-liðinu Denver Nuggets í dag. Æfingin er hluti af nýliðavali NBA deildarinnar 2018 þar sem liðin skoða mögulega leikmenn fyrir valið.

Karfan.is segir frá því að Denver Nuggets eiga þrjá valrétti í ár það er númer 14, 43 og 58 en talið er líklegt að Tryggvi verði á meðal nafna í seinni helming annarar lotu. Fimm aðrir körfuboltamenn vour á æfingunni ásamt Tryggva Snæ í dag. Myndir frá æfingunni má skoða hér á vef Denver Nuggets

Síðasta þriðjudag æfði Tryggvi hjá Phoenix Suns og vakti það nokkra athygli. Nýliðavalið fer fram þann 21. júní næstkomandi í Brooklyn.