Tröllakirkja verður fyrsta fjallið

0
531

Fyrsta fjall af þrjátíu sem Þorgrímur Daníelsson gengur á í ágúst til til að vekja athygli á Landspítalasöfnun Þjóðkirkjunnar verður Tröllakirkja inn af Hrútafirði. Tröllakirkja losar þúsund metrana, merkt 1001 m. á kortum.

Þorgrímur Daníelsson í fjallgöngu.
Þorgrímur Daníelsson í fjallgöngu.

Gengið verður frá vegi á Holtavörðuheiði og sem leið liggur á fjallið austanvert. Tröllakirkja er ekki talin sérlega erfitt fjall uppgöngu, hins vegar er gönguleiðin að henni nokkuð löng og votlend.

Nánar má lesa um verkefnið á
Facebook síðunni 30 tindar í ágúst.