Tónlistar æfingabúðir.

0
135

Tónlistarkennarar Stórutjarnaskóla, hjónin Marika og Jaan Alavere undirbúa nú nemendur sína af kappi fyrir Vortónleikana, sem verða miðvikudagskvöldið 4. maí kl. 20:00 í sal skólans.

Marika og Jaan buðu nemendum uppá “æfingabúðir” s.l. föstudag. Marika hafði skipulagt daginn vel frá upphafi til enda. Æfingar hófust eftir að skóla lauk, klukkan 13:00. Þetta voru eingöngu hljómsveitaræfingar, en allir nemendur tónlistardeildarinnar tóku þátt. Nemendur æfðu sig í tónlistarstofunum, einir sér eða fleiri saman eftir atvikum, milli hljómsveitaræfinganna. Þess á milli léku þau sér, með legó, spil eða spjölluðu saman og nutu þess að eiga saman þægilega stund. Auðvitað verður svo að vera eitthvað gott í gogginn á svona stórum degi. Kaffitími var klukkan 15:00, Heiða bauð uppá ristað brauð, kex, skúffuköku, ískalda mjólk og vatn. Þegar allir voru orðnir mettir héldu yngri nemendur heim á leið sælir í sinni.

Eldri nemendur héldu hinsvegar áfram að æfa og voru að til klukkan 18:00 þá fengu þær pizzu að borða, því þær voru að fara beint til Grenivíkur á Samskólaball.

Marika sagði eftir æfingarnar: “Núna erum við alveg viss um að það var rétt ákvörðun að fara aðeins útfyrir venjulegan ramma. “Æfingardagurinn mikli” var mjög gefandi og skemmtilegur, börnin voru alveg til fyrirmyndar, léku sér fallega undir stjórn Möllu, en þegar þeirra tími var kominn til að æfa í hljómsveit, tókst þeim að einbeita sér 100% í hljóðfæraleik. Frábær dagur! Við hlökkum til Vortónleikanna “ sagði Marika brosandi og var strax farin að hugsa um æfingabúðir næsta vetur.

IMG_4262

leikið og spilað, milli æfinga
leikið og spilað, milli æfinga.

 

 

 

 

 

 

IMG_4256

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Snapchat-1011078295339901804

 

 

 

 

 

IMG_4277

 

 

 

 

 

 

 

 

Snapchat-2475783530904168744

 

 

 

 

Snapchat-5640155131312580605

 

 

 

 

 

 

IMG_4259

 

 

 

 

 

 

 

 

Vortónleikarnir verða sem sagt Miðvikudagskvöldið 4. maí kl. 20:00.  Frítt inn, en Kaffisala verður til styrktar ferðasjóði nemenda.

Myndirnar tóku: María Sigurðardóttir og Heiða Kjartans.