Tónleikum Bjarka Hall frestað

0
92

Tónleikum Bjarka Hall sem vera áttu í Neskirkju í kvöld hefur verið frestað fram á Laugardagskvöldið 28 desember.

Bjarki Hall.
Bjarki Hall.

Bjarki Hall, eða Bjarki frá Byrgisholti mun mæta með kassagítarinn og söngröddina að vopni í Neskirkju Aðaldal Laugardagskvöldið 28. Des 2013 Kl 20:30. Þar mun hann flytja úrval eigin tónsmíða, segja sögurnar bak við lögin og lauma inn á milli einhverjum lögum eftir aðra.

Einnig mun hann flytja eigin lög við texta og ljóð eftir aðra Þingeyinga eins og Hálfdán Björnsson frá Hjarðarbóli og Ásgrím (yngri) Þórhallsson frá Hafralæk. Endilega komið í rólega og notalega stund í Neskirkju í Aðaldal á annan í jólum. Guðshúsið opnar kl 20:00, frítt inn og ekkert aldurstakmark. Sjáumst með gleði og frið í hjarta.