
Tónkvíslin söngvakeppni Framhaldsskólans á Laugum, fer fram í kvöld kl 19:30 í íþróttahúsinu á Laugum. Húsið opnar kl 18:30 en veislan byrjar stundvíslega kl 19:30.
21 söngatriði frá fimm skólum taka þátt í keppninni en sérstakur gestur Tónkvíslarinnar í ár er Jón Jónsson.
Fyrir þá sem ekki hafa tök á að mæta á staðinn þá verður Tónkvíslin í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni N4 og einnig hér á 641.is
Miðaverð:
Fullorðnir: 3000 kr
Meðlimir NFL/Framhaldsskólanemar: 2500 kr…
Grunnskólanemar: 2000 kr
Frítt fyrir börn á leiksskólaaldri
