Tónkvíslin 2019 fer fram laugardaginn 23. febrúar – 19 söngatriði á dagskrá

Í beinni sjónvarpsútsendingu á N4

0
355

TÓNKVÍSLIN söngkeppni Framhalsskólans á Laugum er rétt handan við hornið! Keppnin verður haldin hátíðlega í 14. skiptið, 23. febrúar næstkomandi í íþróttahúsinu við Framhaldsskólann á Laugum

Boðið verður upp á 19 söngatriði frá nemendum Framhaldsskólans á Laugum og Framhaldsskólans á Húsavík. Auk þess verða söngatriði frá nemendum í Borgarhólsskóla á Húsavík, Öxarfjarðarskóla, Þingeyjarskóla og Reykjahlíðarskóla. (Sjá mynd hér að neðan)

Öll söngatriðin 19. (Smella á til að skoða stærri útgáfu)

Tónkvíslin verðru í beinni sjónvarpsútsendingu á sjónvarpsstöðinni N4 eins og undanfarin ár. Dómarar Tónkvíslarinnar 2019 eru svo sannarlega af betri endanum en það eru þau, Andrea Gylfa, Logi Pedro og Dana Ýr.

Húsið opnar 18:30 og byrjar keppnin 19:30
Miðasalan er byrjuð á midi.is og einnig er hægt að senda á tonkvislin@laugar.is
Verðskrá:
Fullorðnir – 2500kr.
Framhaldsskóla nem – 2000kr.
Grunnskóla nem -1500kr.
Yngir en 6ára – 0kr.