Tjörublæðingar í Ljósavatnsskarði

0
112

Vart hefur orðið við tjörublæðingar í Ljósavatnsskarði, svipaðar þeim sem voru á þjóðvegi 1 í Húnavatnssýslum og víðar í janúar. Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir ástandið þó ekki jafn slæmt og þar en ekki er vitað um hversu stórt svæði er að ræða. Frá þessu er sagt á vef Akureyri Vikblaðs.

Stórutjarnaskóli í Ljósavatnsskarði.Mynd: Jónas Reynir Helgason
Stórutjarnaskóli í Ljósavatnsskarði.
Mynd: Jónas Reynir Helgason

Vegagerðin fékk fyrstu ábendingar um blæðinguna í gær, um er að ræða smáa malbiksköggla sem losna eftir að tjara hefur hlaðist utan á dekk stórra bíla. „Það er lítið hægt að gera í þessu nema að fara varlega í kringum stóra bíla,“ segir Sigurður sem segir vandamálið erfitt viðfangs og ekkert hægt að gera í því og ekkert sést á veginum.