Tímamót mörkuð í Þingeyjasýslu – 641.is hrindir vikublaði af stokkunum

0
102

641_logo_vikublad

Nýju þingeysku vikublaði verður hrint af stokkunum í næstu viku. Blaðið, sem fengið hefur nafnið 641, verður helgað fréttum af svæðinu, menningu, listum og ýmiskonar dægurmálum, auk sérstakrar viðburðasíðu. Áhersla verður lögð á fagleg vinnubrögð í blaða- og fréttamennsku, vandaða upplýsingaöflun og sanngjarna og heiðarlega umfjöllun.

Hermann Aðalsteinsson, sem verður ritstjóri blaðsins, segir fjármögnun hafa gengið vonum framar og telur talsverða eftirspurn vera eftir prentmiðlum í héraðinu. „Blaðið mun fjalla um allt milli himins og jarðar, með áherslu á það sem er skemmtilegt, af nægu er að taka í þeim efnum á svæðinu. Viðbrögðin hafa verið afar góð og hef ég þegar fengið öflugan hóp blaðamanna og dálkahöfunda til liðs við blaðið.“

Ábendingar um áhugavert efni er hægt að senda á Hermann í netfangið lyngbrekku@simnet.is.

Blaðið verður rekið sem ákskriftarblað og þegar hefur verið opnað fyrir áskriftir, en boðið er upp á skráningu hér. Fyrstu 50 sem skrá sig, fá blaðið sér að kostnaðarlausu í 6 mánuði og því til viðbótar verða dregnir út fjölmargir veglegir vinningar á sunnudaginn, 5. apríl, þar sem allir skráðir áskrifendur eru í pottinum.

 

Áskriftartilboð 641.is

Með því að gerast áskrifandi að Vikublaðinu 641 í dag færðu iPad spjaldtölvu frítt, Vikublaðið 641 sent heim og sérstakan aðgang að vefsíðu 641.is. Þú velur þér frían iPad, skuldbindur þig til að kaupa Vikublaðið 641 í 36 mánuði og greiðir með kreditkorti.

Sérstakt áskriftartilboð til þeirra sem gerast áskrifendur að Vikublaðinu 641 fyrir kl 16:00 í dag
(Dregið verður úr hópi þeirra sem skrá sig fyrir áskrift fyrir kl 16:00 í dag.)

1. verðlaun 80 tommu Samsung smart sjónvarp að verðmæti 449.599 kr
2. verðlaun 40 tommu Samsung sjónvarp að verðmæti 209.599 kr
3. verðlaun iPhone 6 Plus 128GB sími að verðmæti 162.990 kr