Þýska hljómsveitinn Strom & Wasser halda tónleika í Þróttó á Laugum

0
127

Á morgun fimmtudag, mun þýska hljómsveitinn Strom & Wasser halda tónleika í Þróttó á Laugum kl 20:30. Í bandinu eru úrvals hljóðfæraleikarar auk forsprakkans Heinz Ratz. Að auki syngja með sveitinni Ragnheiður Gröndal og Egill Ólafsson, þá blæs Haukur Gröndal í klarinett og saxafón.

Strom & Wasser

Heinz Ratz mun halda fyrirlestur samdægurs sem hann kallar; Hin nýja ásýnd Evrópu kl 14:00. Egill Ólafsson mun segja af kynnum sínum af Herra Ratz og helstu afrekum hans sem og sérstöðu í þýsku samfélagi.

Nýverið kom út tveggja platna albúm sveitarinnar sem verður til sölu á tónleikunum gegn vægu verði. Útgáfan er ein af tíu væntanlegum á vegum Strom & Wasser sem hið virta útgáfufélag Traumton í Berlín gefur út.

Opið er fyrir alla á bæði tónleikana og fyrirlesturinn. Miðaverð á tónleikanna mun vera 2500 kr en frítt er inn fyrir alla á fyrirlesturinn.