Þrjár kindur heimtast úr Hrauntungu

0
193

Magnús Skarphéðinsson bóndi í Svartárkoti í Bárðardal skrapp á fjórhjóli upp í Suðurárbotna sl. föstudag til að kíkja eftir fé og fann þá þrjár kindur í Hrauntungu.  Þetta voru ær og lamb frá Friðriki í Álftagerði í Mývatnssveit og veturgömul ær frá Haraldi á Grænavatni í sömu sveit.  Mjög vel gekk að reka þær upp fyrir Suðurá og niður í aðhald við Stóru-Flesju.

Kindurnar við Hrauntungu. Mynd: Magnús Skarphéðinsson
Kindurnar við Hrauntungu. Mynd: Magnús Skarphéðinsson.

Þangað voru þær sóttar á bíl og komið með þær heim í Svartárkot.  Að sögn Magnúsar er ástandið á fénu þokkalegt en sennilega eru þær glaðar að komast í hús.

Það var frekar snjólétt yfir öllu og ágætt færi en líklega á það eftir að breytast á næstu dögum.

Féð komið í hús. Mynd: Magnús Skarphéðinsson.
Féð komið í hús. Mynd: Magnús Skarphéðinsson.