Þrír öflugir leikmenn til Magna – Myndband

0
387

Magni á Greni­vík, sem leik­ur í 1. deild karla í knatt­spyrnu á kom­andi keppn­is­tíma­bili, hef­ur fengið góðan liðsauka fyr­ir bar­átt­una en þrír reynd­ir leik­menn úr Þór og KA eru komn­ir til liðs við nýliðana. Þetta eru þeir Sig­urður Marinó Kristjáns­son og Gunn­ar Örvar Stef­áns­son sem koma frá Þór og Davíð Rún­ar Bjarna­son sem kem­ur frá KA. Frá þessu segir á mbl.is í dag.

Sig­urður Marinó er 26 ára miðjumaður sem hef­ur leikið með meist­ara­flokki Þórs í ell­efu ár og spilað 56 leiki fyr­ir liðið í efstu deild. Þá gerði hann þrennu í Evr­ópu­leik með Þórsur­um gegn Bohem­ians frá Írlandi árið 2012.

Gunn­ar Örvar er 23 ára fram­herji sem lék fyrst með KA en síðan með Þór und­an­far­in þrjú ár þar sem hann hef­ur skorað 25 mörk fyr­ir liðið í 1. deild­inni.

Davíð Rún­ar er 26 ára varn­ar­maður sem hef­ur leikið með meist­ara­flokki KA frá 2008 og var fyr­irliði liðsins þegar það vann 1. deild­ina 2016. Hann missti af fyrri hluta tíma­bils­ins í úr­vals­deild­inni í fyrra en lék þar 9 leiki og skoraði eitt mark.

Magni hafnaði í 2. sæti 2. deild­ar í fyrra og leik­ur í fyrsta skipti í næ­stefstu deild frá ár­inu 1979 en þá hafði fé­lagið eins árs viðdvöl í deild­inni.

Magna­menn kynntu þre­menn­ing­ana til leiks í dag með at­hygl­is­verðu mynd­bandi á vef sín­um:

Um daginn var svo kynntur nýr aðstoðarþjálfari Magna með meðfylgjandi myndbandi.