Þrír bræður á tíræðisaldri heimsækja Þeistareyki

0
1670

Þrír Reykdælskir bræður á tíræðisaldri þeir Eysteinn Tryggvason 93 ára, Ingi Tryggvason 96 ára og Ásgrímur Tryggvason 91 árs frá Laugabóli í Reykjadal, fóru í skoðunarferð á Þeistareyki nú í vikunni til að kynna sér virkjunina. Með þeim í för var Þorsteinn Ingason sonur Inga og fyrrverandi rallökumaður, en hann sá um að aka þeim bræðrum á staðinn.

Ingi og Þorsteinn Ingason tv. Eysteinn og Ásgrímur th. Mynd: Hreinn Hjartarson

Þeir bræður bera aldurinn vel og eru glaðir og hressir að vanda, en það var Hreinn Hjartarson sem tók meðfylgjandi myndir þegar föðurbræður hans komu í heimsókn á Þeistareyki. Þess má geta að Dagur bróðir þeirra, sem nú er látinn, kom að stofnun Þeistareykja ehf. fyrir hönd Reykdælahrepps á sínum tíma, en Dagur var þá oddviti Reykdælahrepps.

Hér fyrir neðan má sjá vélbúnað í Þeistareykjavirkjun sem verður prufukeyrður í lok þessa mánaðar.

Vélbúnaður í Þeistareykjavirkjun. Mynd Hreinn Hjartarson